10.5.2007 | 14:33
helstu skammarstrik ríkisstjórnarinnar...
Fyrsta alvöru æfingin hjá mér síðan í febrúar, hrikalega var það ljúft. 23 mínútur teknar á jöfnum hraða út og síðan sama snúið og sama leið heim og var þá rétt tæpar 20 mínútur. Æfingin gerði gerði samtals 10,3 km en leiðin sem var innan tímamarkanna hefur verið um 9 km. Get ekki logið því til að ekki finni ég þess stað að hafa tekið svolítið á því í gær, en af stað er ég farinn og vonandi halda lappirnar í því verkefni sem framundan er.
Jæja 2 sólarhringar í kosningar og því langr mig að benda á helstu skammarstrik ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks (í tilviljunarkenndriröð)
- Aðferðafræði við sölu ríkisbankanna
- Stuðningur við innrás í Írak
- Ráðning Ólafs Barkar sem hæstaréttardómara
- Öryrkjadómurinn
- Eftirlaunafrumvarpið
- Niðurfelling styrkveitingar til Mannréttindaskrifstofu Íslands
- Þjóðlendumálin
- Fjölmiðlafrumvarpið og viðbrögð við neitun staðfestingar forsetans
- Biðlistarnir
- Biðlistarnir.. ónei ég var búinn að nefna þá, en ok, þeir eru jú svo ótrúlega margir
- Breytingin á lánareglum húsnæðislána
- Kárahnjúkavirkjun
- Falun gong liðar læstir inn í skólastofu
- Allt ferlið við brottför varnarliðsins
- Efnahagsóstjórnin
- Meðferð á öryrkjum og ellilífeyrisþegum
- Ráðningar flokksgæðinga
- Launamunur kynjanna
- Baugsmálið
- Endurskoðun stjórnarskrárinnar.. eða ekki endurskoðun stjórnarskrárinnar
- Landbúnaðarmálin
- þær hefðu sennilega samt orðið óléttar"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.