29.6.2006 | 14:56
frá kongsins köbenhávn..
Rakst á Lapplandsfarana í Leifstöð í gærmorgun, þau voru brött enda magnað verkefni framundan sem er 100 km hlaup. Ætli maður eigi nokkurntíma eftir að gera svonalagað? Gangi þeim vel.
Ég er svo heppinn að fá lánaða íbúð í kollegi hér í Köben, held það heiti Örarsundskollegið. Verð nú að viðurkenna að mér datt fyrst í hug þegar ég kom að kolleginu sem eru 6 áttahæða blokkir ofaní hver annari, að ég væri staddur í Austur Þýskalandi Honeckers. Íbúðin sjálf er samt fín.
Tók hlaupahring um borgina áðan, rétt um 16km. Fór víða t.d. kringum söerne, út á Löngulínu og hljóp hringinn á gamla virkisvegnum, kíkti á Litlu hafmeyjuna, áfram með höfninni, sá nýja operuhúsið það virkar voldugt að sjá, Nýhöfn og aftur yfir á Amager og heim. Ég var nú hægur í dag, þar sem mikið var að sjá á leiðinni. Veðrið var ágætt 18 gráður, næstum logn og skýjað. Þeir voru nú að lofa sól í dag, en hún er að vanda fyrir norðan nákvæmlega eins og heima. Búið vera sól og blíða á norður Jótlandi bæði í gær og dag.
Stökk inn á ferðskrifstofuna Appallo í hlaupaturnum og kildi bara á það. Ég er á leið til Krítar í fyrramálið og verð þar í viku. Borgaði 1298 dkr. Læt heyra í mér þaðan næst.
Athugasemdir
Þú átt örugglega eftir að takast á við svona verkefni. Vertu bara viss, þetta kemur.
Gunnl.
Gunnlaugur Júlíusson (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.