24.6.2006 | 20:42
Er Pétur Frantz besti ljósmyndari í heimi?
Hljópt hálft maraþon í dag í fallegustu sveit landsins - Mývatnssveit, í þessari líka bongóblíðu, kanski ekki óskaveður hlauparans, en hver erum við að hallmæla heiðskýrum himni og logni?!?!? Það geri ég allavega ekki, en það var ári heitt. Árangurinn var 1:27:49, sem er bæting um 4 mínútur og þriðja sæti í hlaupinu. Bara kátur. Yfirljósmyndari á myndavélina mína var Pétur Frantz og stóð hann sig vafalaust ágætlega, en þá miða ég við fólk sem ekki hefur handfjatlað myndavélar mikið. Hann tók mikið af myndum, af loftinu í bílnum sínum, líka gólfinu, götunni og síðan væntalega líka innan á lokið sem er framan á linsunni. Hvað um það, eitthvað má nota og verður það allt sett hér þegar ég kemst úr 73K símasambandstengingu við internetið. Flottur dagur, þar sem aldrei sáust fleiri en 8 flugur á lofti í einu og þær langaði ekki frekar að bíta mann en að Pétur kynni að taka ljósmyndir.
Athugasemdir
ömmm ... vorum við ekki á sama stað? Ég sá amk 8000 flugur á lofti í einu og þær bitu mig allar! En ... samt góðir dagar :)
Agga (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 21:04
Sá Pétur einu sinni veifa myndavélinni aftur fyrir svo hún beindist að mér, var of seinn að smella og það gerðist ekki fyrr en í sveiflunni til baka, myndin var því líklega af himninum fyrir aftan mig, hugsanlega með part af hægra eyranu inn á :)
Börkur (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.