27.4.2007 | 12:40
ríkisstjórnin er alltaf að hlusta..
Stórkostlegt hvað ríkisstjórninni er alltaf umhugað um samráð og vandaða málsmeðferð í öllum málum... eða ekki. Varnarmál Íslendinga hafa verið á dagskrá allt þetta kjörtímabil og þar hefur ríkisstjórnin lagt sig í frama um að hafa ekkert samráð við stjórnarandstöðuna, þó jafnvel mætti skilja af stjórnarskránni að einmitt í þeim málum eigi að vera sérstakt samráð. Allir muna eftir að það var alfa og omega að hér skildu vera 4 óvopnaðar herþotur, en á því höfðu vinir okkar vestra engan áhuga og á meðan var alls ekki hugað að öðrum kostum í stöðunni eins og stjórnarandstaðan benti ítrekað á. Loks kom ríkisstjórnin sigri hrósandi frá Bandrikjunum með tímamótasamning í höndunum sem tryggja skildi varnir Íslands, að vísu án varna. Bandaríkjamenn lofuðu sem sagt að koma ef búið væri að ráðast á okkur. Við vorum sko sannarlega í góðum málum sagði ríkisstjórnin.
Hvað hefur komið á daginn, það er búið að ræða við allar þjóðir austan við Túrkministan að koma og passa okkur og að endingu hefur náðst lending með vinum okkar Norðmönnum og Dönum. Allt er þetta gert án samráðs við stjórnarandstöðuna og alltaf er ríkisstjórnin jafn ánægð með sjálfan sig og hvernig hún heldur á málum.
Er ekki kominn tími á þetta lið og að fá fólk í stjórnarráðið sem ber virðingu fyrir stjórnarskránni og góðum vinnubrögðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.