Hvað er Mogginn að spá..

 Leiðari Moggans í morgun:

„Ríkisstjórnarflokkarnir hafa tekið upp athyglisverða baráttuaðferð í þessum kosningum. Hún er ekki ný en hefur sjaldnast verið beitt í jafn ríkum mæli og nú.

Í stað þess að standa fast á sínu eins og algengara hefur verið hjá flokkum, sem eiga aðild að ríkisstjórn(lesist Sjálfstæðisflokkur), hlusta þeir nú á gagnrýnisraddir og koma til móts við þær.

Með þessu fá kjósendur á tilfinninguna, að ríkisstjórnin sé sveigjanleg og sé tilbúin til að hlusta á rök annarra"

Síðan hvenær var það dyggð á Mogganum að vera sveigjanlegur og ræða málin?  Er Mogginn búinn að gleyma öllu sem hann hefur sagt um umræðustjórnmál og hvernig endalaust hefur verið gert góðlátlegt grín að þeim.  Það hefur hingað til allavega verið dyggð allra dyggða að standa fast á sínu og kvika aldrei - ALDREI!

Ég mundi hafa önnur orð um aðferðafræði stjórnarflokkana en Mogginn.  Hvernig væri að nota orð eins og tvískinnungsháttur, að villa á sér heimildir, loforðaflaumur og jafnvel bara roluháttur.  Nú rétt fyrir kosningar hafa flokkarnir sem sagt séð ljósið og lofa öllu fögru.

Fólk látið ekki blekkjast af fagurgalanum, þegar stór hluti Sjálfstæðisflokksins gefur í skyn að það sé gott karríer move að gerast öryrki, þá ber það ekki með sér mikinn skilning á stöðu öryrkja.

Mæli ég svo um að við losum okkur við ríkisstjórnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband