Sól, sól, skín á mig..

Aldeilis snilldarveður í borg bleytunnar í dag og því ekki annað að gera en svipta sig úr bolnum rétt eftir af stað var farið á æfingunni í dag.  Klassa æfing hjá Foringjanum með 1mín 2mín 3 mín 4 mín 3mín 2 mín og 1mín með jafnlangri hvíld á milli, og 10 mínútna rólegu á undan og eftir.  Garmurinn minn sýndi bara 10,2 km en ég klúðraði þessu algjörlega á hlaupunum, því ég stoppaði klukkuna tvisvar í stað þess að styðja á lap.  Æfingin gerði samkvæmt Garmin, að vísu gömlu gerðunum, 11,3 km.  Algjör unaður að hlaupa í svona blíðu og talandi um blíðu þá stefnir í ofurblíðu í sveitinni fögru – Mývatnssveit, um helgina.  Maður verður bruna þangað og taka hálft maraþon á laugardaginn.  Það kæmi mér ekki á óvart þó það yrði um og yfir 20 stiga hiti og sól, maður fer nú varla að hallmæla því – unaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband