Hvað er fólk að spá?

Hvað er fólk að spá?  Núna 3 vikum fyrir kosningar er Sjálfstæðisflokkurinn ennþá með ca. 40% fylgi.  Á það virkilega fyrir okkur að liggja að sitja uppi með þennan hagsmunaflokk enn eitt kjörtímabilið.  Hvað er fólk svona rosalega ánægt með?  Sturlu, framtíðarsýnina (hver er hún?),  efnhagsstjórnina, 20 prosenta gengissveiflu á ári, verðbólguna, sendiherraskipanirnar,  aðbúnað aldraðra og öryrkja, Árna Johnsen, biðlistana, öryrkjadóminn, Íraksstríðið, landbúnaðinn, vaxtastigið og eða heimóttarskapinn?  Það er af nógu af taka.

Fólk sem er búið að sitja í 16 ár ríkisstjórn hefur ekkert nýtt fram að færa, hvorki í vinnubrögðum eða hugsun, svo nú er tími til kominn að nýir vendir fái að njóta sín.  Allt er betra en íhaldið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband