18.6.2006 | 19:56
Er Esjan málið?
Hljóp á Esjuna í dag, já eða hljóp og labbaði. Ágætis veður þó sólin léti nú ekki sjá sig, en þurrt. Fór merkta leið upp en ekki stystu leið eins og margir fara. Þetta er auðvitað hálfgert klöngur þarna þegar uppfyrir miðja hlíð er komið, en þess á milli er þetta fínt. Þegar ég kom upp að Stein (held að kletturinn þarna fyrir neðan Þverfellshornið heiti Steinn), ákvað ég klára dæmið alla leið. Búið er að koma fyrir keðjum í klettabeltinu sem er mjög til bóta og auðveldar dæmið mikið að komast á toppinn. Þegar upp var komið og ég ætlaði að fara að skrá nafn mitt í Gestabókina, uppgötvaði ég, að ég var krókloppinn, þannig að það var rétt að ég kom nafninu mínu í bókina. Ég var á stutterma örþunnum Asicsbol og stuttbuxum sem hentaði mjög vel þegar ég var niður í Laugum að klæða mig. Ekki fór ég sömuleið niður, heldur vestar en ég kom upp. Þar er hlíðin snarbrött og hálfgerðar skriður og í stuttu máli munaði minnstu að ég yrði aðalfréttaefnið í dag, þegar ég náði fyrst standa af mér þegar hægri öklin valt ég varð að vera eldsnöggur að færa þungan af löppinni til að forða meiðslum, síðan þegar ég hoppaði út á skafl og steinlá og byrjaði að renna af stað og stefndi í urð og grjót, en náði að stoppa áður en í óefni kom. Eftirleikurinn var tíðindalaus. Ég var 57 mínútur upp á topp, en heildar ferðatími var 1 klst og 16 mínútur og Garminn sagði 8 km. Og hvað svo? Nú ekki að fara meir á Esjuna til æfinga, Úlfarsfellið er málið.
Athugasemdir
Mér finnst svindl að taka með í tímann rúll og skutl og renn niður Esjuhlíðar. Það ætti að draga þá vegalengd frá :)
Bibba (IP-tala skráð) 18.6.2006 kl. 22:39
Það þýðir ekkert að formæla Esjunni þegar menn æða þangað upp í margföldum sjálfsmorðshugleiðingum. Esjan er fín þótt Úlfarsfellið sé betra!
Börkur (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 11:48
Það sem ég vildi sagt hafa er einmitt að til hlaupaæfinga er Úlfarsfellið skynsamlegra en Esjan. Ég er nú gömul landsbyggðarfjallageit eins og áður hefur komið fram og hef því hingað til kunnað fótum mínum forráð, þarf kanski að taka það til endurskoðunar.
Haraldur Haraldsson, 19.6.2006 kl. 12:05
Úlfarsfellið er að mínu mati betri Laugarvegsæfing heldur en Esjan. Er bæði löng og á fótinn (upp og niður). Esjan er fín til að æfa pústið og slíkt en hún býr ekki til það langhunda-endurance sem þörf er á til að fræsa Laugaveginn á góðum tíma.
Börkur (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.