17. júní

Loksins klassískur laugardagur.  Mætti með Larsen-félögum, við tækin í Grafarvoginum og klassískur hlaupahringur var tekinn.  Mættir voru: Ég, Ingibjörg, Alli, Kalli og Gautur og rétt eftir að af stað var farið bættust Jón Kristinn og Birgir í hópinn.  Veðrið flott til hlaupa, lygnt og skýjað, en ekki rigning því hún hafði hætt rétt áður en af stað var farið.  Fylgdum norðurströndinni í Reykjavík að miðbænum, þar sem við skárum fram hjá Austurvelli, þar sem hátíðahöld stöðu sem hæst.  Þetta var í fyrsta skipti sem ég var staddur á Austurvelli á 17. Júní, því var þetta nokkuð merkilegt.  Áfram var haldið framhjá háskólanum, Suðurgatan, Ægissíðan og upp Fossvog.  Ég ákvað að kveðja um miðbik Fossvogs og gaf aðeins í og hljóp upp fyrir stíflu og niður hinumeginn, þannig ég endaði í 26,5 km sem er það lang lengsta hlaup sem ég hef tekið síðan í London.  Nú er bara að vera duglegur næstu vikurnar og reyna spóla inn eitthvað þol fyrir Laugaveginn.

Ps. Til hamingu með daginn, kæru samlandar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband