16.6.2006 | 10:08
það er þetta með hæfnina..
Tók 10 km hring um póstnúmer 104 í gærkvöldi, þar sem ég kom við á Laugardagsvelli og tók 5 * 400m spretti. Inniæfingarnar í vetur gerðu mér ótrúlega gott og því ég ákvað að gera þetta til að fá hjartað aðeins í gang, eftir allt lullið sem verið hefur á manni síðustu vikurnar. Það var hressandi að hlaupa þarna á tartaninu og fíla þjóðarleikvanginn smá, þó varla sé nema rétt fokheldur um þessar mundir.
Ég sé að félagi Gunnlaugur er ánægður með rökstuðning Háskólarektors við ráðningu í stöðu dósents í tölvunarfræðiskors, vegna þess “að einfalt kynjahlutfall eigi ekki að ráða ferðinni með ráðningu einstaklinga í stöður í Háskólanum heldur eigi hæfni umsækjanda að ráða.” Kæri Gunnlaugur um þetta má hafa langt mál og nefna að í deildinni eru núna 11 karlar og 1 kona sem margir vilja meina að hafi ákveðna vigt þegar ráðið er í laus störf, en látum það liggja milli hluta og lítum á hæfnina. Það var einfaldlega niðurstaða kærfunefndar að stór munur var á hæfni umsækjanda, konunni í vil. Hún var með doktorspróf, kennslufræðipróf, yfir áratugar reynslu á sínu sviði, glæsilegan rannsóknarferil og fjölda birtra greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum. Hann var betur tengdur innan deildarinnar og svo var nefnt “samskiptahæfni”. Strákarnir í deildinni vildu einfaldlega “nice guy” en ekki konuna. Hæfni og reynsla, hvað þá markmið skólans að komast í röð 100 bestu, hafði ekkert með málið að gera, það var nefnilega kynferði sem réði för og því ættum við félagi Gunnlaugur, að fordæma ráðninguna.
Athugasemdir
Sæll félagi Halli. Ég þekki ekki þetta einstaka mál en hlustaði bara á Háskólarektor í sjónvarpinu. Úr umræðu innan HÍ sem ég bæði þekki persónulega til sem virkur nemandi svo og í gegnum strákinn minn sem situr í skorarstjórn sinnar deildar þá á eg erfitt með að trúa því að "strákarnir" í deildinni hafi viljað einhvern "nice guy" en ekki konu, enda þótt konan hafi verið með miklu betra CV. Ég þekki umræðu sem er akkúrat öfug um að það verði að ráða konur til starfa sem fagaðila ef það er mögulegt og ekki þurfi að beita jákvæðri mismunun. Í fyrsta lagi hef ég ekki trú á að háskólarektor myndi verja slík vinnubrögð ef ekkert annað væri uppi á (eða undir) borðinu og í öðru lagi hefur reynslan kennt mér gegnum tíðina að í tilvikum sem þú lýsir liggur oft fiskur undir steini sem ekki sést utan frá.
Mbk
Gunnl.
Gunnlaugur Júlíuson (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 09:14
Vandamálið í þessu máli er að við erum að tala um HÍ sem að mínu mati getur ekki látið annað en fagmennsku ráða í stað "fiskur undir steini". Hvort sá fiskur er úldinn eða ferskur geta allir haft sínar skoðanir á. Einkageirinn má ráða eftir mati á þessum fisk en ekki CV-inu.
Tökum þetta betur síðar :)
Kveðja Halli
Haraldur Haraldsson, 19.6.2006 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.