Meiri umferð, það er lausnin...

Hljóp 10 km í gær frá Laugum, veðrið var ljúft, sem verður ekki alveg sagt um veðrið fyrir utan gluggan í augnablikinu.  Það bar helst til tíðinda í gær að ég hljóp upp á einstakling á rafmagnshjólastól sem var næstum rafmagnslaus, rétt fyrir ofan Laugardagshöllina.  Að sjálfsögðu bauðst maður til að ýta viðkomandi (brekkan upp að ljósum var stólnum ofviða).  Ég kom honum yfir ljósin, en þá taldi sá í hjólastólnum þetta fínt og þakkaði pennt.  Við Hátún náði félaga hans sem var á svaka skriði að ná í rafmagn á brúsa og sagði honum að taka það rólega, félagi hans væri á leiðinni.

Þetta leiðir nú hugan að því að mikilvægasta samgöngumál Reykjavíkur eru mislæg gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar, samkvæmt nýjum meirihluta í borgarstjórn.  Hálfvitar, já segi það bara aftur.. hálfvitar (þó þetta sé ekki málefnalegt).  Í síðustu viku er birt niðurstaða rannsóknar þar sem kemur í ljós að það er ekki einungis í kringum Miklubraut, mengunarástand fyrir ofan hættumörk, heldur líka inn í Vogum.  Sem sagt bílaumferð í Reykjavík er slík að hálfborgin er í mengunarskýi oft á ári.  Meiri umferð, það er lausnin.  Svo þykjumst við Reykvíkingar hafa áhyggjur af fólki sem ætlar að búa nærri álverum, þessi bílamengun hér í höfuðborginni er langtum hættulegri heilsufólks, heldur en mengun frá álverum.  Meiri umferð, það er lausnin, að eilífu – Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband