11.4.2007 | 09:39
allt að gerast..
Jæja loks virðist hylla undir að þrautargöngu minni með meiðslin séu að taka enda. Hljóp síðasta sunnudag léttan 8 km hring og fann eiginlega ekkert fyrir lærinu svo nú er bara að sýna skynsemi í að koma sér af stað. Formið er greinilega orðið frekar slakt eftir um tveggja mánaða hreyfingarleysi, en vonandi kemur þetta fljótt ef regluleg hlaup geta hafist.
Fékk góðan póst í gær frá Garmin Europe UK, nýjan Garmin 305. Keypti klukkuna á London maraþon messunni í fyrravor, en átti enga kvittun frá þeim kaupum. Klukkan bilar svo í haust, þannig að ég taldi mig í frekar slæmri stöðu. Garmin umboðið hér á landi vildi ekkert gera fyrir mig og þannig stóðu málin í vetur. Hringdi í Garmin UK núna í mars og þeir sögðu mér bara að senda klukkuna og stutta lýsingu á vandamálinu. Þetta gerði ég fyrir 2 vikum og í gær kom nýr Garmin í pósti. Þetta kalla ég frábæra þjónustu.
Athugasemdir
Gott að heyra Halli að þetta er að koma. Vertu bara skynsamur á næstunni þannig að það fari ekki allt í baklás aftur.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:57
Þú veist samt af því að það eru nokkrir bjórkassar í spilinu í sumar!
Börkur (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 08:14
Það er ekki nóg að kaupa Dót. Það verður að æfa ..
birna (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.