12.6.2006 | 00:39
Svíar?!?!? Eru það grýlur???
Eftir að strákarnir okkar höfðu lagt Svía, þá bara varð ég að fara út og hlaupa. Verð þó að opinbera að ég er helfvíti slæmur í bakinu í dag, kenni ekki sjálfu hlaupinu í gær um það, heldur að ég hitaði ekkert upp og teygði því ekki neitt og sökin liggur hjá mér. En allavega þá taldi ég það góðan kost að taka hlaup og sjá hvort þetta lagaðist ekki á leiðinni. Það var ljóst að Guð var búinn með allt vatnið í dag, þegar ég fór af stað seinnipartinn, þannig að ég hljóp úr sundunum inn í Grafarvog, víkurhverfið, út á vesturlandsveg, upp hjá Stöð2 og yfir í Elliðaárdalinn, fyrsta brú á Miklubraut og heim samtals 19,2 km. Ég var miklu betri í bakinu eftir 3 km og eftir teyjurnar í lok hlaups bind ég vonir við að ég verði talsvert betri á morgun.... og með hjálp íbufen og veltaren rapid.
Djöfull er nýi gerfihnatta diskurinn minn góður!!! Fjárfesti í Elko í disk fyrir um 20 kr. þúsund, föstudagskvöldið fór að henda honum upp og síðan kom frændi minn og stillti hann rétt og BBC og ITV ásamt örugglega helling meir opið fyrir mér í digital gæðum. Hefði getað borgað Sýn 15 þúsund fyrir mánuð, en hey, þetta er málið. HM leikirnir allir sýndir í breiðtjaldsútsendingu í frábærri lýsingu, síðan kemur hálfleikur og þá tekur Lineker við ásamt valinkunnum snillingum úr enska boltanum og fara í gengum gang mála í korter. Engar auglýsingar og bull þetta er bara frábært. Hef nú ekki nennt mikið að kynna mér hvað þarna er á dagskrá en til að nefna eitthvað sem ég hef séð á sappi mínu er CNN, SKY news, 24, Footballers wifes, Ophra og þá hlýtur haugur að vera í viðbót. Síðan bara til að segja það, Noregur, Svíþjóð og Danmörk sýna öll leikina á opinberum stöðvum, því stærsta íþróttamót í heimi hlýtur að eiga koma til fólksins óháð efnahag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.