11.6.2006 | 02:19
Gullspretturinn..
Fór austur að Laugarvatni í dag til að taka þátt í Gullsprettinum (hringurinn um Laugavatn). Að vanda mætti ég 10 mínútur í start (þetta er orðið að leiðum vana), en var svo heppinn að Magga félagi minn úr Skokkhópi Fjölnis sá um skráningu meðan ég fór á settið. Upphitunin var tekin með hlaupum á staðnum meðan leiðinni var lýst í fáeinum orðum fyrir start. Veðrið var klikkað, svo mikið logn að manni var erfitt um andardrátt, skýjað og rakastígið 98%. Mættir voru ja.. nú veit ég ekki.. ef löggan hefði talið á útifundi Náttúruverndarsinna - 20 manns, en tala náttúruverndarsinnanna væri 60 manns, sem þýðir að þátttakendur voru 40 - 50. Talið var í og allir af stað, þarna voru nokkrar hlaupakempur og ætlaði ég að reyna að vera svolítið yfirvegaður, sérstaklega þar sem ég hafði ekki náð pulsinum upp fyrir 53 áður en af stað var farið. Hljóp á hæla Ævars og Bryndísar Ernst til að byrja með, ég ætlaði sko ekki að tapa fyrir Ævari . Jæja eftir 400 metra byrjar fyrsta mýrlendið með bleytu og vosbúð og mér tekst meira segja að hálft detta í mýrardrullu eftir 1 km og sparka moldardrullu upp í mig, í björgunarskrefunum. Fjallageit dettur ekki flöt, þá hefði ég hætt! Fyrsta áin kom í kjölfarið, við erum að tala um mið læri og maður fann að þetta var smá sjokk fyrir lappirnar og líka djöfuls puð, ekki síst að tosa sig upp á bakkann og þannig reyndust margar árnar (lækirnar) vera, sem sagt aðdjúpir. Þarna fór ég fram úr Ævari og Bryndísi og sá þau ekki mikið meir, en það var læknis andskoti á hælum mér lengi vel. Þegar 2 km eru liðnir af hlaupinu er ég í 4 sæti og að mér sýnist ljóst, að verður á brattann að sækja að breyta. Ekki bætir úr skák, þegar Birkir Marteins kemur fram úr og eftir 3 km eru þeir meira og minna horfnir sem á undan eru, allavega 200 metrar í næsta mann og læknirinn á hælunum á manni. Meiri mýrar og runnagróður og ár, sjaldan bara gott undirlag heldur áfram. Þegar ca. 4 km er búnir er komið að stórri á sem búið var að vara við að reyna ekki krossa nema við merktar stikur (það væri djúpt þrátt fyrir að styttingar möguleikinn væri talsverður). Þegar ég er brölta upp úr ánni sé mann ekki ólíkum Bibbu manni að nafni Ásgeir, taka strauið beint út í á 200 metrum fyrr en ég hafði farið. Ásgeir nær að hlaupa langleiðina, en áin er miklu breiðari þarna, áður en hann kastar sem fram og syndir síðustu 10 metrana. Hann kemur upp á bakkann næst á undan mér, svona 50 metra og hefur grætt á mig nokkur hundruð metra og farinn fram úr örugglega 5 10 manns. Síðari hluti hlaupsins hefur ekki eins mikið af ám/lækjum en þeim mun meira af drullumýrarfúafenum þar mjög krítískt getur verið að velja rétta slóð að hlaupa. Í þessu stóð gamla landsbyggðarfjallageitin sig vel, enda gerðist það rétt við 6 km að læknirinn og Ævar héldu að þeir væru að vinna á mig, en völdu að fylgja ekki í sporin mín, heldur ana bara út í botnlaust fen. Ég get ennþá rifjað upp í huga mér, öskrin í þeim, þegar þeir voru næsta fastir uppfyrir hné í drullufeni. Síðasti hluti hlaupsins 1 2 km er mikið hlaupinn í alíslenskum runnagróðri (svona 15 30 cm fullvaxinn) og bleytu (hún var alltaf). Þegar þarna var komið í hlaupinu hafði ég náð fjórða manni þannig að ég lagðist á hæla hans um stund og lét hann stjórna för, síðan þegar hálfur km var eftir og tækifærið gaf sig, tók ég sprett og náði að hrista hann vel af mér og klára í 4. Sæti. 8,5 km hlaupi var lokið á 40:40, sem er bara þokkalegt að ég held. Þetta er stórkostlegt hlaup, svo fullkomlega ólíkt öllu sem maður er að gera almennt, stutt þannig að þrátt fyrir allt drullumallið og vaðið, þá getur maður tekið þetta á kraftinum alla leið. Ég mæli með þessu fyrir alla hlaupara, svona tilbreyting gefur þessum hlaupum manns tilgang. Léttur andi í þessu, Laugvetningar höfðingjar heim að sækja og svo endilega gerið þetta að árvissum atburði og við hlauparar mætum þarna og jafnvel tjöldum og kætum geð guma.
Athugasemdir
Þú átt væntanlega við Birki Marteins en ekki Birgi Sævars í þarna í textanum
Börkur (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 02:59
ég og Björn Bjarna höfum leyfi til að hagræða texta eftirá og kannast síðan ekkert við málið. Hvaða Birgi segirðu :)
Halli (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 03:10
Hvernig er það hjá þér, liggur spotti frá tölvunni í tána á þér, þannig að þegar þér berst komment um miðja nótt ertu dreginn á fætur af tölvunni til að svara? Varðandi fyrra komment þá hlýt ég að hafa verið sofandi þegar ég skrifaði það, þú gerir ekki vitleysur :):)
Börkur (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.