9.6.2006 | 00:47
mínir menn? Argentína!
Frábær æfing í gær, hellirigning og dagskráin 10*90*90. Um að gera að tækla rigninguna með svona látum. Komst ekki á Úlfarfellið í dag og verð ég eiginlega að biðjast afsökunar við Sigríði Klöru ef hún hefur mætt ein ég sagðist koma í gær. Hljóp 6,7 km áðan á 28 mínútum sléttum, þannig að dagurinn fór nú ekki alveg fyrir bý. Held að Gullspretturinn sé málið á laugardaginn.
Jæja nú gerist Haraldur spámaður í eigin föðurlandi. Það er hellast þessi svakalega hæð yfir danaveldi og HM í Þýskalandi þetta stendur í 4 8 vikur. Það hefur meðfylgjandi afleiðingar: það er að skella á super sommer í Danmörku Danmörk er málíð í sumar. Það verða suðlægar áttir á Íslandi á sama tímabili og það þýðir rigning hér og bongó blíða fyrir norðan. Svo er bara að sjá hversu mikill vámaður, spámaður maður er.
Og fyrst Nostri er yfir mér, þá er auðvitað ljúft og skilt að segja frá því að Argentína verður Heimsmeistari í fótbolta.
Varðandi Framsóknarflokkinn, þá sparkar maður ekki í liggjandi mann og því læt ég alveg vera að kommentera á hann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.