Bubbi 50 ára..

Fór fína ferð norður á Húsavík um helgina.  Það verður nú að segjast eins og er að gróðurinn er næstum mánuði á eftir því sem gerist hér á suðvesturhorninu.  En veðrið var glimrandi, sól og blíða og því hlupum við Jón bróðir ca. 20 km hring í útjaðri bæjarins.  Undirlagið var mest möl og móar, eitthvað var um malbik og svolítið af snjó.... svona ala Laugavegurinn. 

Tók 11,5 km hring frá Laugum núna seinnipartinn, sem upphitun fyrir stórtónleika Bubba Morteins.  Veðrið var ágætt, þó það súldaði smá.  Mér varð hugsað til þess að nú yrði ég bara að fara taka mig saman í andlitinu og reyna að hlaupa eitthvað af viti næstu vikurnar, ef Laugavegurinn á ekki bara verða “ævintýri á gönguför”.

Hrikalega var Bubbi Morteins góður áðan og að vanda þá var hann með smá blammeringar.  “Það er hátíðisdagur að Halldór  Ásgríms hafi sagt af sér” og uppskar gríðarlegan fögnuð.  Öll bestu laugin voru tekin og keyrslan og hávaðinn svakalegur á köflum, og ekkert athugavert við það.  Ég á svolítið erfitt með að gera upp á milli, hvað var best í kvöld, nefni nokkur lög:  Aldrei fór ég suður og Rómóe og Júlia (Bubbi einn með gítar), Skyttan og Serbin (MX-21), Hirósima og Kyrrlátt kvöld (Utangarðsmenn),  Talað við gluggan (Stríð og friður), Móðir og  Fjöllin hafa vakað (Ego) og auðvitað var Sumarið er tíminn tær snilld (GCD).  Þarna er fátt eitt nefnt frá frábæru kvöldi.  Ef ég hefði mátt ráða einu lagi í viðbót á dagskrána, þá hefði ég gjarnan vilja fá heyra Bubba flytja “Systir minna auðmýktu bræðra”, en hvað, við værum sennilega enn niðri í höll ef allir heðfu mátt koma með uppástungu.  Ég kaupi DVD´inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agga

Sammála, Bubbi var hrikalega góður! Mín uppástunga um eitt lag til viðbótar hefði verið Syneta.

Agga, 7.6.2006 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband