29.3.2007 | 00:30
á skíðum skem...
Búinn að hlaupa núna í tvígang, á laugardag og mánudag. Fór ekki langt og ekki hratt, en samt verður að viðurkennast að hlaupin setja talsvert í mér. Ætla þó að halda þessari viðleitni áfram, frekar en að gera ekki neitt.
Fór í Bláfjöllin seinnipartin í dag.. frábært, bara frábært. Sól, logn og frábært færi, það gerist ekki betra. Komst aldrei í fyrra á skíði svo það eru ca. 2 ár síðan ég var síðast á skíðum og þá í Bláfjöllum. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði það gott í fótunum í kvöld, en það líður hjá og maður verður orðinn klár fyrir Noreg um páskana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.