19.3.2007 | 13:50
Nú hlýtur eitthvað að fara að gerast..
Nú eru rétt 3 vikur síðan ég komst fyrst í puttana á Geir sjúkraþjálfara í Orkuhúsinu og bati er greinilegur, en samt er svolítið í land ennþá. Bind miklar vonir við að þessa vika verði góð og skili miklum framförum.
Ég hef næstum því ekkert hlaupið í yfir mánuð og er það ömurlegra en mig hafði órað fyrir. Prýðilegt form farið út um gluggan og aukakílóin hlaðast upp... ok.. kanski ekki hlaðast. Hvað um það, stefni á hlaup seinnipartinn og vona að með skynsemi í hraða og vegalengd komist ég klakklaust frá því.
Má því búast við því að ég fari að gjamma hér á næstunni með hækkandi sól og aukinni hreyfingu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.