29.5.2006 | 22:46
Valdið er ljúft..
Hörkuæfing í dag, þar sem tekið var 4*30*1 og í framhaldi af því 10 mínútna tempó hlaup sem átti að vera stig aukandi. Byrjuðum á pace 4:15, enda á leið upp brekku, síðan jókst hraðinn jaft og þétt og var síðustu mínúturnar 3:30 í pace. Eftir þetta var hlaupið á jöfnun hraða og var pólitíkin rædd sem þróaðist út í lóðaumræðu sem þróaðist út í.. bull. 12,2 km á Garmin.
Jæja þá liggur það fyrir ríkisstjórnin ræður líka borgarstjórninni. Æji.. þetta er auðvitað brandari... ekkert spes brandari en allir brandarar geta bara ekki verið góðir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.