28.5.2006 | 15:39
hlýðið kjósendum..
Þetta eru ljótu úrslitin, en þeim verða menn víst að una og hlíða. Framsókn og Samfylking tapar (Framsókn ekki nóg), Vinstri grænir halda sjó og Sjallarnir og Frjálslyndir vinna. Að mínu viti er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir eiga að taka við stjórnartaumum í borginni. Það eru skilaboð fólks í borginni og því eiga Björn Ingi og Dagur ekki að taka upp síma næstu daga, hvorki til að svara eða hringja.
Hvað var það síðan hjá mínum mönnum að spila I of the tiger þegar Dagur kom á Broadway, hann var nú ekki beint sigurvegari kvöldsins og því var þetta nú frekar hallærislegt. Ég hefði spilað Yesterday.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.