26.5.2006 | 11:49
með bíl í hjarta..
Ætla Reykvíkingar að láta íhaldið hafa þetta á morgun? Ég er ekki að efast um að Vilhjálmur er fínasti kall og vill vel, en fyrir hvað stendur flokkurinn á sýn til framtíðar. Nr. 1 kemur bílinn, bíllinn er alfa og omega í hjörtum alvöru sjálfstæðismanna, sérhver hugsun sem setur bílinn ekki í fyrsta sæti er kommunismi. Allir eru sammála um Sundabraut (kanski ekki útfærslu) og göngin undir Öskjuhlíðina úr Fossvoginum, en þrátt fyrir það staglast þeir ennþá á mikilvægi mislægra gatnamóta á Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Í dag er ekki einu sinni vesen á þessum gatnamótum, það er í lagi að bíða ein ljós á háannatíma (við búum í borg), hvaða vandamál verður þar þegar umferðinni hefur létt um 25% vegna hinna nýju stofnbrauta? Fyrir ári síðan sátu Gísli Marteinn, Hanna Birna, Kjartan og Bolli og samþykktu hugsjónir sýnar til framtíðar. Í stuttumáli, voru það tuggur um ískalda frjálshyggju sem hvergi sést í dag. Það eru í sjálfu sér ein rök til fyrir að skipta R-listaflokkunum út.... Þeir hafa setið nógu lengi og nú mega ferskir vindar blása. En þetta nota sjallarnir að sjálfsögðu ekki því það fengju þeir í hausinn á næsta ári. Sem sagt, ég kaupi ekki nýbleikan Sjálfstæðisflokk með bíl í hjarta, og ég mun ekki missa svefn yfir þessu.
Hljóp tæpa 13 km á miðvikudaginn á fínni interval æfingu hjá Foringjanum, nú síðan átti að mæta 10 í gærmorgun aftur, en ég svaf svefni hinna þunnu, svo ég hljóp um miðjan daginn 13,5 km í þessari líka bongóblíðu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.