23.5.2006 | 01:41
BB
Stundum held ég að Björn Bjarna sé bara ekki alveg í lagi. Fram hefur komið að símahleranir voru stundaðar hér á tímum kaldastríðsins, sérstaklega voru það forustu menn sósialista og Þjóðviljans sem fyrir því urðu. Við þessum fréttum bregst BB, þannig að í fyrstalagi þá hafi þetta verið vitað og í öðrulagi séu þeir sem fyrir þessu lentu bara fúlir fyrst þetta voru bara 6 skipti. BB er dóni. Hefði ég skrifað hér á bloggi fyrir viku að hleranir hafðu átt sér stað á heimasíma Einars Olgeirssonar, þá hefði það verið afgreitt sem dylgur og kjaftæði. Það er nefnilega þannig að við sem þjóð höfum ekki talið að hleranir hafi átt sér stað gagnvart fólki sem hafði ekki annað á samviskunni en vera stjórnmálamenn. BB ætti líka að átta sig því, að þó nokkuð sé um liðið, þarf það ekkert að vera sérstaklega þægileg hugsun fyrir það fólk sem í því hefur lent, að sími þess hefur verið hleraður. Það verður seint sagt að BB sé maður mikilla hugsjóna þegar kemur að mannréttindum. Hleranir, blóðsýni úr starfsfólki og 24 ára hjónabandsreglan til að nefna eitthvað, svo maður minnist nú ekki á leiðinda Mannréttindaskrifstofuna sem alltaf var með einhver leiðinda athugsamdir... bara lokenni.
Hlaup dagsins 11,5 km samkvæmt.. nei, já ok Garmin dó á leiðinni, svo mitt fína tempó seinnihlutan í dag verður aldrei sannað með vísun í gögn og hefur því væntalega aldrei átt sér stað. Það var heitara að hlaupa heldur en ég gerði ráð fyrir áður ég lagði af stað, enda klæddur vindbuxunum fínu frá Boston sem gerðar eru fyrir 20 stiga frost og vind. Þær rétt dugðu í dag.
Ps. Ævar til hamingju með tímann, ég hef greinilega nýtt markmið fyrir næsta hlaup.
Athugasemdir
Hæ Halli, ætlaru Laugaveginn í sumar?
Landvörðurinn í Langadal, Þórsmörk
Birna (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.