Gengur betur næst..

Þannig fór um sjó ferð þá, Sylvía Nótt er  á leið.... vonandi bara inn í nóttina og vonandi vaknar  Ágústa Eva í fyrramálið, endurnærð eftir svolítið mikla fjarveru.  Ég ætla að vísu ekki að falla í þanna flokk sem væntanlega er all fjölmennur, að fordæma konceptið í kringum Silvíu Nótt og allt uppitstandið í Aþenu.  Eitthvað verður til bragðs að taka, þrátt fyrir oft fínustu lög, þá nágum við ekki í gegn og lendum því vanalega í sætum 16 – 22.  Við höfum fjórum sinnum náð að vera í einu af 10 efstu sætunum: Eitt lag enn 4, Nei eða Já 7 (hvað var þá að Evrópubúum?!?!?), All out of luck 2 og Open your heaart 9.  Evróvision er ólíkindakeppni og í henni erum við svona eins og Malta, fallegt land en aldrei kosið.  Nú hefur þetta verið prufað og sami árangur og með “sigurlagið” í fyrra, sem sagt enginn árangur.  Gaman væri að fá Ágústu Evu í viðtal í Kastljósið þegar heim verður komið þar sem hún gæti kanski varpað ljósi á það súrialíska líf sem hún hefur lifað síðustu vikurnar.  Nú eigi að mjólka Nóttina meir,  þá verður það væntanlega að bíða og við að líða.

Hljóp ekkert í gær og missti af svaka æfingu hjá Foringjanum með 16*1*1, það hefði verið gaman.  Tek sprett æfingu á morgun til að bæta það upp.  Hlupum í kvöld, upp í Heiðmörk sem var að vanda ótrúlega ljúf tilbreyting frá malbikinu.  Fáir mættir og verð ég að segja að Evróvision  var að höggva stærra skarð í hópinn, heldur en ég hefði trúað svona fyrirfram.  Pottur í Grafarvogslaug á eftir og mættur fyrir framan imbann í góðum tíma fyrir stórbrotinn flutning Íslendinga í Evróvsion í kvöld.  12,5 km á Garmin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband