Eyþór Arnalds..

Eyþór Arnalds kom í viðtal í Kastljósi RÚV á mánudaginn var.  Ég var að horfa á þetta áðan á vefnum og verð ég að segja að hafi dómgreindarskortur Eyþórs verið mikill umrædda nótt, að þá er dómgreindarskortur hans og forustu Sjálfstæðisflokksins ekki mikið skárri í eftirmálanum, þar sem svo virðist vera sem hann muni bara labba aftur inn í Bæjarstjórn Árborgar sem oddviti Sjálfstæðismanna eftir t.d. ár, ef dómurinn verður árs ökuleyfissvipting.  Þetta viðtal við Eyþór er ótrúlegt að mínu viti, þar sem Eyþór ýmist lýsir yfir miklum dómgreindarskorti, en líka reynir að draga dul á það sem gerist umrædda nótt og ásetning hans eftir að ljósastaurinn hefur verið jafnaður við jörðu.  Hann segir að hann hafi verið “kenndur”, “drukkið ca. 4 léttvínsglös”.  Hann marg tekur fram að hans fyrsta hugsun hafi verið að athuga hvort farþegi eða nokkur vegfarandi hafi orðið fyrir slysi sem á væntanlega að gefa til kynna ábyrgðartilfinningu hans, augnabliki eftir áreksturinn.  Samt í framhaldi af því ábyrgðaratferli, þá stekkur hann aftur í dómgreindarskortinn, að eigin sögn, og lætur farþegan um að keyra.  Sá var að hans sögn búinn að drekka svipað, “jafnvel minna” en hann.  Hann leggur áherslu á að hann hafi ekki verið að flýja af hólmi, “verið í panik”, og að hann sé ekki viss um að þau hafi ætlað á Selfoss, þó þau séu síðan stoppuð í Ártúnsbrekkunni.  Eyþór er þarna ekki spurður um hversvegna “farþeginn” hafi verið kominn undir stýri sem mér þykir segja ákveðna sögu.  Við spurningunni, hvort hann hafi keyrt drukkinn áður, svarar hann afar merkilega “ég hef ekki verið að aka undir áhrifum með þessum hætti” OK?!?  Hann tekur fram að hann ætli að leita sér aðstoðar vegna áfengismála, en sér samt ástæðu til að nefna að hann telji sig ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða.  Viðtal þetta er allt með miklum ólíkindum, en ég held að það varpi ákveðnu ljósi á persónuna Eyþór Arnalds.  Hvaða ljós það er, ætla ég að hafa fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband