Myndirnar í húsi

Fékk þennan fína póst í dag, en þá duttu myndirnar frá London inn um lúguna.  Setti 3 sýnishorn hér í myndaalbúmið Hlaup. 

Vanaleg mánudags æfing hjá Erlu, þar sem hlaupinn var mikill brekkurhingur í Grafarvoginum.  Fyrst var hlaupið niður og undir Gullinbrú.  Upp skíðabrekkuna, niður hjá Essó og alveg niður að strönd.  Upp listaverkabrekkuna og aftur smá brekka við Hallsveg að Olís.  11 - 12 km.  Ég gleymdi Garmin heima, sem hræðilega leiðinlegt þegar það gerist. 

Annars ætla ég að gefa þessum nýja Garmi mínum gríðarleg meðmæli.  Í gær datt hann úr vasa mínum og var út á götu 6 klst, þar sem keyrt var yfir hann, allavega einu sinni, kanski oftar.  Það sé ég því að stafirnir á start/stop takkanum eru máðir af.  En að öðruleiti sér ekki á honum og allt virkar eins og það á að vera.  Hörku gripur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halli, ég finn ekki netfangið þitt þannig að ég skrifa í þennan dálk. Ég vil endilega gera upp við skuld okkar Kristjáns. Bestu kveðjur Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband