Nuddaður..

Djöfull er alltaf erfitt að mæta of seint á æfingu.  Maður stekkur út úr bílnum og hleypur í spretti af stað til að ná hópnum og það tekst kanski á 3 km og þá er maður búinn og ekki teygður og um leið fer hópurinn að bæta í.  Þetta gerðist í gær, rétt náði liðinu áður en lagt var í brattann á Úlfarfellinu.  Hef fengið svona 500 metra til að ná önduninni í lag, áður en lagt var í’ann.  Tókst að halda mér á hlaupum allaleið að efsta einstiginu og það held ég að ég hafi ekki gert áður.  Fyrstur var ég að stönginni, sem bæ ðö vei liggur á hliðinni  upp á Úlfarsfelli.  Golli kom næstur, Birgir og Erla saman og síðan Sigríður en meir veit ég ekki.  Skilst þó að sumar konur hafi næstum verið farnar norður af Úlfarfellinu í átt til Mosfellsbæjar, en þó rambað á rétta niðurleið.  Rúllið heim var fínt, þar sem hlaupið var meðfram Vesturlandsvegi og alla leið niður í vog áður  en aftur var tekin brekkan upp að laug.  12 km höfn og ekki þarf að hafa áhyggjur af þeim meir.

Var í heilnuddi áðan í fyrsta skipti á ævinni – þvílík snilld.  Það skal þó alveg viðurkennt, að þetta var líka auðvitað djöfullegt, þó ég nefni bara olnboga í rasskinn af handahófi, sem dæmi.  Síðan varð ég auðvitað svolítið foj þegar hún fó að nudda á mér höfuðið og greiðslan bara fauk út í veður og vind.  Hvað var það hjá henni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband