10.5.2006 | 00:29
Hvað eru þeir að spá..
Ég eiginlega verð að tjá um stöðu "Baugsmála", eða rétta athugasemdir Jóns Ásgeirs og félaga í gærkvöldi. Eru þessir menn ekki alveg í lagi. Jón Ásgeir hefur verið einn aðaleigandi DV undanfarin ár og það er nú ekki eins og það hafi alveg fylgt þeirri reglu að "ég á rétt á því að um slík mál sé aðeins fjallað fyrir réttum dómstólum". Hvaða væl er þetta í þessum mönnum og hvaða dylgjur eru þetta um starfsfólk Kastljósins. Neitið að taka þátt í umfjölluninni, en hættið þessu væli út af umfjöllun Kastljósins, þau hafa reynt að mér finnst að vera eins hlutlæg og frekast er unnt.
Það er svo sem best ég segi það, fyrst ég er byrjaður, að ég hef reyndar alltaf haft ákveðna samúð með Baugsfjölskyldunni í þessu máli og þá sérstaklega út af því hvernig til þess var stofnað. En þetta eru nú ekki englar og því verður málið bara að hafa sinn gang úr þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.