Þetta er snilldin ein..

Það var ekki með mikilli ógleði sem ég smellti mér í hlaupaskóna í gærmorgun, klæddur keppnismúnderingu frá London og skundaði strandlengju Reykjavíkur á rúmum 2 tímum.  Ég get nú ekki sagt að margir hafi verið komnir á ról á stíga borgarinnar, en þvílík blíða.... mér flaug í hug að ég væri kominn til Húsavíkur. 

Núna liggur ljóst fyrir að horfa verður til framtíðar og finna sér ný markmið að stefna á.  Laugavegurinn er klárlega á dagskrá um miðjan júlí, spurning hvað maður tekur með.  Ætlaði alltaf að taka á því upp á Skaga í lok mánaðarins í hálfu, en er ekki viss eins og staðan er í dag.  Spurning hvort maður mæti og taki þetta sem æfingu... get ég það.. já já sýndi það í Vormaraþoninu.  Nú nú, Heilsuhlaupið tek ég,  mætti ekki í fyrra, en á þaðan fínar minningar frá 2004.  Svo væri snilldin ein að taka Mývatnsmaraþon (sem æfingu) eða negla á hálft af krafti.  Svo eru þarna Bláskógaskokk og Þorvaldsstaðaskokk (hvaða skokk kjaftæði er þetta?!?!?), þau eru spennandi og ennþá hálfur mánuður í Laugaveginn.  Jæja þarna er sumarið hálfnað og lappirnar á mér væntanlega ónýtar svo ég læt þetta duga.  Heyrði samt einhverja vera tala um Berlín um daginn.

Opið hús í leikskólanum hjá Ástríði minni á laugardaginn, þar sem ýmis afrakstur vetrarins var sýndur og börnin voru með skemmtiatriði.  Þetta var allt saman flott og fínt, enda Grandaborg virkilega góður leikskóli (eins og allir vita er leikskólinn bara fólkið sem vinnur þar, hitt er steypa).  Það sem skiptir samt öllu máli með leikskólana er þetta, að börnin hafi gaman að því að vera þar og það gerir Ástríður.  Að hún kunni að reikna og skrifa, teikna eins og Kjarval, spila á gítar eins og Bubbi eða bara "what ever" er bónus - ekki skilyrði.  Hún á að vera glöð!Silvía Nótt hvað..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband