Færsluflokkur: Bloggar
23.4.2006 | 16:39
Hrikalega sáttur..
Hef ekki mikinn tíma núna, er að fara að drekka áfengi í boði íslenska ríkisins í sendiráði Íslands hér í London, en það sem ég vildi sagt hafa er að (lesist hátt og hrátt og kátt) "Ég nelgdi það!!!!!"
Tíminn 3:08:14
Alla tíma Íslendinganna má finna hér:
http://2006race.london-marathon.co.uk/2006/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2006 | 23:01
Varla hætt við úr þessu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 22:45
London here I come
Ekki hefur verið hlaupið mikið undanfarna daga, fór 7 km á sunnudaginn og síðan 6 km áðan, hef verið hálf slappur eitthvað síðustu 2 daga, en orðinn fínn núna. Ætla að taka 6 8 km á morgun og þar verður látið við sitja. Líkamsástandið er bara fínt, þó áhyggjur af offitu og ýmsum öðrum krankleika hafi á stundum angrað mig nokkuð, en ber væntanlega frekar vitni um paranoju undirritaðs.
Hvað er svo markmiðið í London? Í haust skráði ég mig í hlaupið og gaf upp 3,15. Á fyrstu vikum, 12 vikna undirbúningstímans upphófst talsverð umræða í Larsenhópnum eftir að undirraður fór að gaspra um hlaupahraða upp á 4 mín og 30 sek. per kílómeter. Ekki verður hún rakin hér, en af því má ljóst vera að lokatími ætti samkvæmt því að verða 3:09:54. Við látum það standa sem markmið í London maraþon 2006 og engan aumingjaskap.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2006 | 20:20
Mývatnssveit..
Það var fagur dagur í Mývatnssveitinni í dag, næstum heiðskýrt, næstum logn og næstum ekki talsvert frost. Opinber píslarganga hófst klukkan níu en ég lét skutla mér 23 km frá skipulögðum göngu leiðarenda, eftir hádegið og fór því talsvert aftur fyrir gönguhópinn eins og hann var staddur þá. Það er nú reyndar ekki alveg hárnákvæmt að tala um gönguhópinn, því fólk var dreift yfir marga kílómetra á þjóðvegi 1, enda held ég að ekki sé hallað á neinn þó ég segi að fólk hafi almennt verið misjafnlega ílla í stakk búið að takast á við 36 km labb. Sá kanski 4 sem ég get fullyrt um að séu í almennri hreyfingu. Hvað um það, hlaupið gekk ágætlega og þar sem maður er Garmin-laus um þessar mundir þá veit ég ekki nákvæmlega á hvaða paci ég var hlaupa. Síðan þurfti maður að fara niður á labbið nokkrum sinnum og taka spjall við frændfólk og kunningja á leiðinni og jafnvel troða í sig brauðsneið með silungi hjá sóma fólkinu á bænum Strönd. Svolítið kaldur orðinn þegar ég kom að Hótel Reynihlíð og tíminn vafalaust ágætur. Fékk mér einn öl í framhaldinu og tíminn á honum var sannarlega ágætur. Baðlónið kom síðan yl í kroppinn og góður dagur á enda.
Bloggar | Breytt 15.4.2006 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2006 | 00:58
Vetur...
Það er vetur í gangi á Húsavík og því hljóp ég í dag í snjófjúki og snjó á götum, sem upplifðist síðast ef ég man rétt - í janúar. Eitt sem sótti á huga minn á hlaupum í dag var að ég var með samviskubit yfir því hve lítið ég hef hlaupið síðustu daga og síðan hefur maður áhyggjur af því að maður sé að borða alltof mikið. Þetta eru framandi hugsanir. Vinstri kálfinn er fínn og ef ég á að vera hreinskilinn, þá er hægri kálfinn aftur orðinn slæmi kálfinn og vildi ég sannarlega að ég kæmist til sjúkraþjálfara á morgun, en það verður að bíða fram á þriðjudag. Hljóp fyrst 5 km hring í bænum, þar sem ég reyndi að nýta mér hús sem skjól fyrir skafrenningnum. Síðan tók ég 5 * 400m spretti með mínútu á milli og loks aftur 5km áður en haldið var í pott. Þetta hressti sálartetrið pínu. Vona að ég verði duglegur á morgun í Mývatnssveit og rúlli allavega 20 km.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2006 | 09:17
Allt í áttina...
Fór í Laugar í gærkvöldi og tók létta æfingu á ýmsum stigtækjum, endaði þó á að hlaupa rólega í 10 mínútur (ég bara varð að prufa). Fann ekki mikið fyrir kálfanum, enda er hann búinn að fá verulega athygli síðustu 3 sólarhringa, þar sem puttar Lindu Karenar hafa án nokkurs vafa gert mest gagn. Tek frí í dag, en stefni á útiæfingu á morgun, ekkert helv... væl.
Verð í andlegri og líkamlegri uppbyggingu á Húsavík um páskana og ekki loku fyrir það skotið að Mývatnssveitin verði líka heimsótt á Föstudaginn langa. Þar fer fram árleg Píslarganga, þar sem gengið er kringum Mývatn, og væri fínt að taka þar 20 - 25 km á léttu joggi... og að sjálfsögðu íhuga stöðu sína í lífinu, hvernig maður hefur gengið "götuna fram eftir veg", hvert maður sé að fara, iðrast og lofa bót og betrun... og bara fíla náttúruna og lífið í botn.
Gleðilega páska!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2006 | 01:14
Hvaða þvælingur er þetta????
Já ég verð alveg að viðurkenna það að þetta er hálfgerður þvælingur, en það verður ekkert litið fram hjá því að þetta lúkkar fínt hjá Moggamönnum og því flyt ég hingað. Þó blessuðum ritstjóranum sé talsvert farið að förlast, þá ætla ég ekki að láta það standa í vegi fyrir því að ég nýti mér fín vinnubrögð vefdeildar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)